Tilkynningar

Opnunartími og þjónusta

Veitingahúsið er opið alla daga frá kl. 11.30 til 17, nema fimmtudaga er opið fram á kvöld til kl.22.  Hægt er að leigja fundarherbergi fyrir stóra sem smáa fundi frá kl.08-23, fyrirlestra, tónleika, móttökur og veislur.  Fyrir menningarviðburði er gjarnan í boði léttur kvöldverður en bóka þarf borð fyrirfram.

meira

Hádegisseðill Hannesarholts / Lunch menu

Hádegisseðill / lunch menu Borinn fram milli kl. 11:30 og 14:00 alla virka daga Served between 11:30 and 14.00 Monday to Friday Ofnbakaður þorskhnakki með sætkartöflumús, sérrýsósu og salati  Oven baked cod with mashed sweet potatoes, sherry sauce and salad 2.450,- * Grænt veganbuff með kartöflustöppu, sérrýsósu og fersku salati  Green vegan pattie with mashed […]

meira

Fréttir

Ástarsögur í kjölfar Valentínusar og Skór á konudaginn

Svanaískónum

Hvað er betra en að orna sér í samveru við sögur og söngva í skammdeginu þegar myrkur og snjór umlykja dagana? Ekki sakar að láta uppí sig heimagert ljúfmeti úr eldhúsi Hannesarholts. Þessa vikuna ferðumst við með Jóni Thoroddsen á vegum ástarinnar, með Pilti og stúlku nokkurri og Manni og konu, í flutningi Katrínar Jakobsdóttur […]

meira

Frestað vegna slæmrar veðurspár – Opið hús á 5 ára afmæli Hannesarholts 11.febrúar

banner 5

Því miður er alvarleg veðurspá þess valdandi að við frestum opna húsinu til betri tíma. En þótt viðburðinum sé frestað er opið í Hannesarholti samkvæmt venju til kl.17.  

meira

5 ára afmæli Hannesarholts – uppskeruhátíð

Boðskortfinal

Dagskrá: Ragnheiður Jónsdóttir lítur yfir farinn veg – Arnór Víkingsson les ljóðið Fjalldrapi eftir Hannes Hafstein – Eggert Pétursson ræðir um verk sitt Fjalldrapi – Sigríður Eyrún og Karl Olgeirsson flytja tvö lög – Guðmundur Hálfdánarson fulltrúi Hollvina Hannesarholts horfir til framtíðar – Pálmar Ólason stjórnar fjöldasöng    

meira

Málverkasýning Fríðu Gísladóttur – Niðurhal Ljóssins

NiðurhalLjóssins

Fríða Kristín Gísladóttir opnar málverkasýninguna Niðurhal Ljóssins í Hannesarholti fimmtudaginn 01.02.2018 kl.16. Fríða stundaði nám við Myndlista og handíðaskóla Íslands og við La Escuela de artes y officios í Malaga á Spáni. Hún hefur einnig fengið leiðsögn frá Hörpu Einarsdóttur og Bjarna Sigurbjörnsyni auk þess að hafa málað með olíulitum síðastliðin 18 ár af töluverðum […]

meira

Snorri Þórðarson sýnir og gefur

Snorri

Snorri Þórðarson myndlistarmaður, f.1988, heldur nú sína fyrstu málverkasýningu í Hannesarholti. Verkin eru máluð með olíu á striga og er myndefnið vísun í spor mannskins í náttúrunni. Sum verkin mynda tilfiningu fyrir tíma á þann hátt að skuggar mannvirkja rista inn í myndirnar eins og vísirinn á sólúri. Hann vill yfirleit hafa verkin sín frekar […]

meira
Kvennaráð 640x480 í Hannesarholti2

Leiklestur – Kvennaráð eftir Sellu Páls

2000

Kvennaráð (áður Erfðagóssið) eftir Sellu Páls verður leiklesið í Hannesarholti fimmtudagskvöldið 22.febrúar kl.20 og síðdegis helgina eftir. Sveinn Einarsson leikstýrir en hann hefur leikstýrt yfir 100 leiksýningum heima og erlendis.
Leikarar: Þórunn Magnea Magnúsdóttir, Guðrún Þórðardóttir og Lieu Thuy Ngo
Búninga og sviðshönnuður: Helga Björnsson
Leiklesturinn er styrktur af Reykjavíkurborg. Leikhúslistakonur 50+ standa fyrir uppsetningunni.

Veitingastofurnar í Hannesarholti eru opnar til kl.22 á fimmtudögum og er boðið uppá matseðil með réttum á verðbili frá 1.900 krónum til 3.490. Borðapantanir í síma 511-1904 fyrir þá gesti sem vilja borða á undan leiklestrinum.

mozartmaraþon

Mozartmaraþon – Guðný Guðmundsdóttir

3000

Guðný Guðmundsdóttir heldur upp á sjötugsafmælið sitt með sinni eigin tónleikaröð árið 2018 þar sem hún mun flytja öll verk Mozarts fyrir píanó og fiðlu. Tónleikarnir verða samtals tíu talsins og munu hinir ýmsu píanóleikarar ganga til liðs við Guðnýju. Á þessum tónleikum í febrúar leikur Anna Guðný Guðmundsdóttir með frænku sinni. Tónleikarnir fara fram […]

20121426_1559625197445365_6705018324479712883_o

Syngjum saman skátalögin með Pálmari Ólasyni og Magneu Tómasdóttur

1000

Pálmar Ólason og Magnea Tómasdóttir stjórna fjöldasöng í klukkustund þar sem textar birtast á tjaldi og allir taka undir. Að þessu sinni eru skátalögin í forgrunni, enda átti upphafsmaður skátahreyfingarinnar, Baden Powell afmæli í vikunni, þann 22.febrúar. Frítt fyrir börn í fylgd með fullorðnum sem greiða 1000 króna aðgangseyri. Hannesaholt vill hlúa að söngarfi þjóðarinnar […]

Kvennaráð 640x480 í Hannesarholti2

Leiklestur Kvennaráð eftir Sellu Páls

2000

Kvennaráð (áður Erfðagóssið) eftir Sellu Páls verður leiklesið í Hljóðbergi Hannesarholts 25.febrúar kl.16 og síðdegis helgina eftir. Sveinn Einarsson leikstýrir en hann hefur leikstýrt yfir 100 leiksýningum heima og erlendis. Leikritið Kvennaráð fjallar um Þorgerði, áttræða ekkju sem var stoð og stytta áhrifamikils manns í fimmtíu ár og nú vill hún breyta til. Samband hennar […]

Screen Shot 2018-01-22 at 12.58.51

Kvöldstund með Ástu Kristrúnu Ragnarsdóttur og Valgeiri Guðjónssyni

3500

Ásta Kristrún deilir með gestum sögum af formæðrum sínum sem lengi hafa búið með henni. Sögurnar hafa nú brotið sér leið til bókarinnar Það sem dvelur í þögninni sem er nýlega komin út. Hjá Valgeiri urðu sögurnar að söngvum og textum sem hann leikur fyrir gesti. Kvöldstundin mun því einkennast af sögum, söngvum og samveru […]

Fil 23-01-2016 23.41.43

Helgar brunch

Lau og Sun kl. 11-14.30

Brunch

Eggjahræra. Beikon. Rauðrófuhummus með valhnetum. Bakað rótargrænmeti. Bláberjaklattar með sírópi. Ávextir. Smoothie. Gullostur með rauðlaukssultu.

Vegan brunch

Tofuhræra með sveppum, lauk og papriku. Veikon (eggaldin beikon). Rauðrófuhummus með valhnetum. Bakað rótargrænmeti. Bláberjaklattar með sírópi. Ávextir. Smoothie. Vegan ostur með rauðlaukssultu.

 

Allskyns heimabakaðar dásemdir bornar fram til kl. 17