Tilkynningar

Biluð heimasíða

Notendur eru beðnir velvirðingar á að dagatalið á heimasíðu Hannesarholt er bilað. Unnið er að því að laga það. Viðburðir eru haldnir eftir sem áður og hægt er að finna þá undir viðburðir hér til vinstri og svo mánuður og listi.

meira

Farfuglatónleikar – umsóknir

Tónlistarnemum í útlöndum er boðið að halda tónleika í Hannesarholti í jólaleyfinu Hannesarholt stóð fyrir Farfuglatónleikum í jólaleyfinu á síðastliðnu ári, vakti mikla ánægju jafnt hjá flytjendum og njótendum. Eins og reynslan í fyrra sýndi þá er það kærkomið fyrir ungt tónlistarfólk að halda tónleika á heimaslóðum er og styrkir tengslin við samfélagið sem ól […]

meira

Fréttir

Vangaveltur – Málverkasýning Erlu Axels

ErlaAxels

Málverkasýning Erlu Axels í Hannesarholti nefnist „Vangaveltur.“ Um sýninguna segir hún: „í fjarlægð sé ég ofursmá hús í birtu borgarmarkanna og þegar ég lít mér nær sé ég mosann, grágrýtissprungur og breytileg jarðlög í klettum.“ Verkin eru unnin í blandaða tækni. Sýningin er sölusýning og stendur í fjórar vikur, fram í miðjan nóvember.

meira

Hádegisseðill dagsins

Hádegisseðill / lunch menu Borinn fram milli kl. 11:30 og 14:30 alla virka daga Served between 11:30 and 14:30 Monday to Friday Plokkfiskur hússins, með rúgbrauði, smjöri & fersku salati Icelandic ‘plokkfiskur’ (cod, potatoes & onions-stew in a creamy sauce), rye bread & fresh salad 2.150,- * Pönnusteiktur þorskhnakki með sinnepsrjómasósu, krydduðum kartöflum og fersku salati Pan […]

meira

Fjarskinn er blár – myndlistarsýning Þóru Jónsdóttur

Þóra 2005

Þóra Jónsdóttir, ljóðskáld og myndlistakona opnaði sýningu á olíumálverkum 16. september, og stendur sýningin til mánudagsins 9.október. Sýningin ber nafnið – Fjarskinn er blár og er sölusýning. Þóra Jónsdóttir Þóra Jónsdóttir er fædd 17. janúar 1925 á Bessastöðum á Álftanesi en ólst upp að Laxamýri í Suður-Þingeyjarsýslu. Hún varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri og lauk […]

meira

Snorri Ásmundsson málverkasýningin Mulieres Praesantes

21105449_10212651740982977_1356683945188770460_n

SNORRI ÁSMUNDSSON málverkasýningin Mulieres Praestantes Sýning Snorra er til heiðurs konum, en myndefnin eru konur sem skarað hafa fram úr í menningarsögunni til dagsins í dag. Titill sýningarinnar þýðir Yfirburðakonur. Snorra Ásmundsson þarf vart að kynna, en hann hefur verið framsækinn á íslensku myndlistarsenunni til fjölda ára. Hann hefur fengist jöfnum höndum við gjörningalist, vídeólist […]

meira

Menningarnótt í Hannesarholti frá 11-23

event

Matur og menning í Hannesarholti á Menningarnótt. Listsýningar, tónlist, matur og samvera. Opið í veitingastofum frá 11-23. Blönduð tónlistardagskrá í Hljóðbergi undir nafninu POPP&KLASSÍK. Þar kemur fram einvalalið tónlistarfólks frá kl.15-22: 15:00: ‘L’AMOUR, L’AMOUR’ Hafdís Vigfúsdóttir, flautuleikari, og Kristján Karl Bragason píanóleikari leika ástarlög úr ýmsum áttum. 16:00: Þorsteinn Eyfjörð, raftónlistarmaður, leikur nýjustu verk sín. […]

meira
Ingjbjörg Haraldsdóttir 2

Minningardagskrá um Ingibjörgu Haralds

1500

Höfuð konunnar er… Minningardagskrá um Ingibjörgu Haralds Kl. 15:00 og fram eftir degi. Miðasala á midi.is Verð: 1500,- — Nokkrar skáldkonur bjóða til samverustundar með upplestri og frásögnum í tilefni 75 ára afmælis Ingibjargar Haraldsdóttur, skálds og þýðanda, sem lést í nóvember s.l.  Tvær Ingibjargir hafa bæst í hópinn, tónlistarkonurnar Ingibjörg Fríða Helgadóttir söngkona og Ingibjörg […]

Skotfjelagid og makar

Syngjum saman

1000

Klukkutíma söngstund fyrir almenning þar sem textar birtast á tjaldi og allir taka undir. Vinkonuhópurinn Skotfjelagið og makar stjórna stundinni að þessu sinni. Frítt fyrir börn í fylgd með fullorðnum sem greiða 1000 kr aðgangseyri.

©Kristinn Ingvarsson

Heimspekispjall: „Landamæri málfrelsisins: Popúlismi og pólarísering“

„Landamæri málfrelsisins: Popúlismi og pólarísering“ Þetta fyrsta heimspekispjall vetrarins í Hannesarholti er haldið í samstarfi við Félag áhugamanna um heimspeki. Frummælandi verður Róbert H. Haraldsson og nefnist erindi hans „Málfrelsisskerðing og gerræðisvandinn.“ Mun hann ræða nýjar áskoranir sem steðja að málfrelsi. Að erindi Róberts loknu mun panell sérfræðinga ræða hvernig umræða um flóttamenn og hælisleitendur, […]

21316093_1614568558617695_4151053230030181316_o

Chet Baker and me – Kvartett Halla Guðmunds

2500 - 3000

´Chet Baker and Me´ Hljóðberg Hannesarholt 21.Oktober kl 20:00 Trompetleikarinn og söngvarinn Chet Baker var amerískur tónlistarmaður, fæddur í Oklahoma í desember 1929. Hann þótti ungur mjög lagrænn í sólóum sínum og var valinn af Charlie´Bird´Parker til þess að spila á trompet í röð tónleika hans um vesturströnd bandaríkjanna árið 1952. Baker spilaði í þekktum […]

Eldheimar 01

Tónleikar – Hrafnar

3000

Sögur, grín og smitandi tónlist með hljómsveitinni Hröfnum. Hlöðver Guðnason, bræðurnir Georg og Vignir Ólafssynir og bræðurnir Helgi og Hermann Ingi Hermannssynir. Allt gamalreyndir tónlistarmenn með langan feril að baki í hinum ýmsu hljómsveitum.

Fil 23-01-2016 23.41.43

Helgar brunch

Lau og Sun kl. 11-14.30

Brunch

Eggjahræra. Beikon. Rauðrófuhummus með valhnetum. Bakað rótargrænmeti. Bláberjaklattar með sírópi. Ávextir. Smoothie. Gullostur með rauðlaukssultu.

Vegan brunch

Tofuhræra með sveppum, lauk og papriku. Veikon (eggaldin beikon). Rauðrófuhummus með valhnetum. Bakað rótargrænmeti. Bláberjaklattar með sírópi. Ávextir. Smoothie. Vegan ostur með rauðlaukssultu.

 

Allskyns heimabakaðar dásemdir bornar fram til kl. 17